22.6.2007 | 19:42
Semur Ívar Sigurjónsson við Puma?
Hinn magnaði leikmaður Ívar Sigurjónsson gæti verið að ganga endanlega til liðs við Puma samkvæmt heimildum Puma.blog.is. Ívar sem spilað hefur 3 leiki á "trial" með liði Puma á síðustu þremur árum hefur skorað 3 mörk fyrir liðið.
Sást til Ívars og fulltrúa framkvæmdarstjórnar í hádeginu í dag. Heimildir segja hins vegar að kröfur Ívars séu miklar, en Ívar hefur einmitt verið lykilmaður í farsælu liði Old Boys í Breiðablik undanfarin ár þar sem liðið hefur haft höfuð og herðar yfir öðrum liðum í deildinni. Fregnir herma þó að lið Old Boys Blika sé á hraðri niðurleið þar sem illa hefur gengið að manna liðið og báðum leikjum liðsins á tímabilinu verið frestað.
Ívar sem metin var á 250 þúsund krónur í Draumadeild Vísi 2004 hefur lítið fallið í verði síðan þá. Heimildir Puma.blog.is segja að Puma sé tilbúið að greiða um 100 þúsund krónur fyrir Ívar. Hermann Guðmundsson stjórnarformaður og Böðvar Jónsson framkvæmdarstjóri hafa verið duglegir að tryggja Puma mannskap fyrir komandi leiktíð og mundi það reynast Puma mikill liðsstyrkur ef Ívar kæmi til með að ganga frá samningi við liðið.
Annar Bliki, Gísli Einarsson, hefur einmitt verið að mæta á æfingar í Fagralundi undanfarnar vikur. Samkvæmt heimildum er staða Gísla þó enn óljós og fróðlegt verður að fylgjast með því hvað gerist í því máli.
- Ritstjórn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.