Viðar Ingi sektaður vegna þungra ásakana

Böðvar Jónsson framkvæmdarstjóri Puma hefurBöðvar Jónsson ákveðið að svara þungum ásökunum Viðars Inga Péturssonar leikmanns Puma, sem fram kom í gærkvöld á "comment" kerfi Puma.blog.is. Þar skrifar Viðar "Ég vil nú taka það fram hér að undirritaður hóf leik á tréverkinu yet again. Óneitanlega fer um mann samsærishrollur og hef ég Bödda grunaðan um að hafa haft hönd í bagga með val á byrjunarliði HK-inga. ", og Viðar bætti við "....annað hvort kemur Böðvar og gerir hreint fyrir sínum dyrum, eða ég mun leita til yfirstjórnar og beinlínis krefjast þess að staða framkvæmdastjórans verði endurskoðuð."

"Hvorki ég nér aðrir í framkvæmdarstjórn Puma kærum okkur um að leikmenn liðsins séu að koma fram í fjölmiðlum og setja út á störf stjórnar, framkvæmdarstjóra, leikmanna eða annara sem að liðinu koma. Ef menn hafa skoðanir þá eru dyrnar hjá mér ávallt opnar og hef hingað til hvat menn til að tjá skoðanir sínar." sagði Böðvar.

Ennfremur bætti hann við, "Eftir fund með framkvæmdarstjórn og Viðari sem haldinn var seint í gærkvöldi og stóð fram á nótt, náðist samkomulag milli Puma og Viðars um endi á þessari sorgarsögu Viðars og varamannabekkssins. Viðar er sektaður um eins vikna laun og verður ekki í byrjunarliðinu á sunnudag."

 Ritstjórn vonar svo sannarlega að þessu máli ljúki nú endanlega.

 - Ritstjórn

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vil byrja á því að biðja Böðvar og liðsfélaga mína afsökunar á framferði mínu.  Ég einfaldlega hljóp á mig og lét tilfinningarnar (reiði) hlaupa með mig í gönur. Vissulega var það ekki ráðlegt að fara með þetta í fjölmiðla, en það alltaf er gott að vera vitur eftir á.  Í ölæði mínu í gærkvöldi  kaus ég að líta framhjá þeirri staðreynd að ég bað um að byrja á bekknum og á þ.a.l. ekkert sökótt hvorki við Böðvar né þjálfara heldrimannaliðs HK.  Ég lít svo á að þetta mál sé nú úr sögunni eftir árangursríkan fund í gærkvöldi, og vona bara að þetta hafi ekki truflað undirbúning fyrir næsta leik.

Ykkar einlægur með eftirsjá,
Viddi

VIP (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband