21.6.2007 | 23:16
Nokkrar Pumur sprikluðu í kvöld
Nokkrar Pumur voru fengnar að láni í Old Boys leik á Leiknisvelli í kvöld. Pumur léku með liði HK gegn heimamönnum og stóðu sig með stakri prýði. Böddi var í markinu, Þórhallur, Viggi og Maggi Egils léku í vörninni. Viddi, Benni, Ívar Jóns og Binnispiluðu á miðju og í sókn. Leikurinn endaði 0 - 4, þar sem stórleikur Puma manna í seinni hálfleik vóg þungt. Staðan i hálfleik var 0-0. Aðstæður voru til fyrirmyndar og má segja að leikin hafi verið sólar-samba í gettó-inu í kveld.
"Leikurinn var góð æfing og kemur framkvæmdarstjórn til með að kalla til leikmenn í frekari leiki með Old Boys liði HK, hópurinn er stór og menn að fá mismikið að spila, þannig að þetta er okkur kærkomin viðbót." sagði Böðvar Jónsson, vígreifur eftir að hafa lokað rammanum fyrir "hitt liðið" í Kópavoginum, eins og hann kaus að orða það, nú síðla kvölds.
Það má með sanni segja að nóg sé um verkefni fyrir leikmenn liðsins og virkilega ferskir vindar sem blása um klúbbinn um þessar mundir.
Á meðfylgjandi mynd má sjá Brynjólf Schram sem var virkilega ógnandi á Leiknisvelli í kvöld, og komst meðal annars á blað með markaskorurum leiksins.
- Ritstjórn
Athugasemdir
Ég vil nú taka það fram hér að undirritaður hóf leik á tréverkinu yet again. Óneitanlega fer um mann samsærishrollur og hef ég Bödda grunaðan um að hafa haft hönd í bagga með val á byrjunarliði HK-inga. Þangað var maður komin, töluvert langt að uppí efra-Breiðholt, í sitt þriðja verkefni í vikunni með Puma, en nei nei hvað fær maður? Feitan löðrung í andlitið og hrækt á sál manns og sjálfstraust ! Það er ljóst að við þetta verður ekki búið mikið lengur, annað hvort kemur Böðvar og gerir hreint fyrir sínum dyrum, eða ég mun leita til yfirstjórnar og beinlínis krefjast þess að staða framkvæmdastjórans verði endurskoðuð.
Virðingarfyllst,
Viddi Varamaður
VIP (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.