22.6.2007 | 10:19
Agavandamál – Óstundvísi
Athygli vakti í upphafi síðasta leiks að lykilleikmann í vörn Puma vantaði. Alexander Arnarson, sem boðað hafði komu sína, var ætlað að hefja leik í hjarta varnarinnar með hinum trausta Vigfúsi J. Þórssyni. Það var hinsvegar ekki fyrr en eftir 15 mínútna leik sem Alexander var mættur á hliðarlínuna, með bókstaflega allt niður um sig.
Ljóst er að framkvæmdastjórn sem og aðrir liðsmenn líta þetta mjög alvarlegum augum.
Óstundvísi og agaleysi eru vandamál sem við einfaldlega líðum ekki og er refsiramminn mjög skýr í stefnuskrá klúbbsins. Við höfum þegar kallað Alexander á fund með okkur, þar sem málin voru rædd í mesta bróðerni. Leikmaðurinn mætti hinsvegar með lögfræðing sinn með sér og þvertók fyrir það að greiða sektir fyrir þessa framkomu. Okkur finnst það að sjálfsögðu afar hvimleitt að leikmaðurinn skuli ekki taka sönsum. Við vitum að Böðvar mun taka þetta mál til athugunar og axla þá ábyrgð sem honum ber í að viðhalda aga í hópnum. sagði Hermann Guðmundsson stjórnarformaður í símaviðtali í morgun.
Á meðfylgjandi mynd má sjá Alexander skeggræða málin með lögfræðingi sínum rétt fyrir fundinn.
- Ritstjórn
Athugasemdir
Ég er mjög ánægður að það sé tekið á þessu máli strax af festu, en finnst frekar undarlegt að Alli taki lögfræðing með á fyrsta fund. Hann veit það sjálfur að hann mætti of seint og svoleiðis gengur ekki þegar menn eru hjá stórklúbbi.
Hreiðar (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 14:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.