4-4 jafntefli

Það var myndarhópur sem mætti á Tungubakka í 2. umferð a-riðils. Tvær breytingar voru gerðar frá því í síðasta leik en í stað Arnars kom Evert í vinnstri bakvörð og í stað Alexanders kom Annel.

Byrjunarlið var eftirfarandi:

Mark - Böddi

Vörn - Annel, Hreiðar, Viggi, Evert

Miðja - Varði, Benni, Árni, Sókn - Veddi, Ívar G.

Á bekknum voru: Viddi, Alli, Krissi, Binni, Arnaldur, Ívar S, Þórhallur, Gústi, Hilmar, Halli

Leikurinn fór vel af stað og sóttu Puma menn nánast stanslaust fyrstu 20 mínútur leiksins.  Það voru þó Pungarnir sem settu fyrsta mark leiksins. Kom það á 22 mínútu með skoti úr teig. Það var síðan 10 mínútum seinna sem Arnaldur skoraði og 6 mínútum seinna skoraði Veddi glæsilegt mark í þaknetið. Á 40 og lokamínútu leiksins var það svo, rétt eins og í síðasta leik, að mótherjar Puma skoruðu og jöfnuðu metin.

Leikurinn fór ágætlega af stað í seinni hálfleik. Ívar G skoraði á 43 mínútu. Í framhaldi af gerðist lítið hjá Puma en Pungarnir skoruðu 2 mörk með 3 mínútna millibili á 60 og 62 mínútu. Árni jafnaði þó strax í framhaldi af því úr víti, eða á 63 mínútu. Puma átti svo nokkur færi, en mark var dæmt af Ívari Sigurjóns. 4-4 jafntefli var staðreynd og leikmenn Puma óánægðir með frammistöði sína. Picture 114

Leikurinn einkenndist af einstaklega lélegri dómgæslu á mjög svo lélegum velli á Tungubökkum. Ekki bætti það að dagsform leikmanna Puma var ekki gott. 

Eftir tvær umferðir er Puma í 3 sæti riðilsins, en þó eiga TLC leik til góða og möguleika á því að fara upp fyrir liðið.

Maður leiksins: ?

Mörk: Arnaldur, Veddi, Ívar G., Árni (víti)

Stoðsendingar: Veddi 1 og Benni 1

Spjöld: Annel, Alli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

súrt !   gleyma þessum leik.

flott mæting, flott veður  -  ónýtur völlur, ónýtur dómari

látum fætur standa fram úr skálmum ...

Kommonn jú pjúmassss  

VIP (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband