1. umferð - Puma vs. Geirfuglar

Leikurinn fór fram í Safamýri á sunnudagskvöldið 10. júní kl. 18:00 í blíðskaparveðri.  Það var greinilegt á mætingunni að menn voru fullir eftirvæntingar að hefja leiktíðina með glæsibrag.  Hópurinn skipaði alls 21 leikmann, þar sem meðaldurinn mældist 33,7ár, þar sem yngsti maður var 21 og sá elsti 45 ára,  takk fyrir og túkall. 

Nýir búningar voru vígðir að þessu tilefni sem vöktu gríðarlega ánægju meðal hópsins. Búningurinn að þessu sinni er hvít treyja, bláar buxur og hvít/bláir sokkar.  Stuðningsmenn okkar og auglýsendur eru þeir sömu og undanfarin ár, þó Bílanaust hafi skipt um áherslur og auglýsa nú undir nýju nafni, N1.  Það er svo sjónvarpsstöðin SÝN, mekka knattspyrnunnar á öldum ljósvakans sem prýðir framhlið búningsins.

Byrjunarliðir skipuðu eftirtaldir aðilar:

Mark - Böðvar

Vörn - Arnar, Alexander, Viggi, Hreiðar

Miðja - Viðar, Árni, Benni, Varði

Sókn - Vésteinn, Ívar G

Á tréverkinu: Már, Emil, Ívar Jóns, Þórhallur, Annel, Evert, Hallgrímur, Daði, Ágúst, Hilmar.

Leikurinn fór vel af stað og leikur Puma einkenndist af góðu spili. Þó komu upp leiðindi á 14 mínútu leiksins þegar Benni þurfti að berja frá sér, og næla sér í gult spjald, þar sem Geirfuglar slógu frá sér í átt Puma eins og dýr í útrýmingarhætti. Puma uppskar hins vegar á 25 mínútu þegar Vésteinn skoraði fyrsta mark leiksins. Hann bætti svo öðru við á 33 mínútu úr víti eftir að brotið hafði verið á honum. Ágúst Ingi fékk áminningu þremur mínútum síðar fyrir að brjóta á leikmanni Geirfugla. Geirfuglar minnkuðu muninn á 40 mínútu og var staðan 2-1 í hálfleik.

Seinni hálfleikur fór ekki eins vel af stað og sá fyrri. Geirfuglar jöfnuðu metin og var staðan 2-2 þangað til á 72 mínútu þegar enginn annar en Vésteinn skoraði sitt þriðja mark í leiknum og kom Puma yfir á nýjan leik. Geirfuglar sóttu stíft, en Puma sýndi góðan karakter og bætti við marki á 77 mínútu leiksins. Hver annar en Vésteinn! Jú, fjögur mörk voru staðreynd og tryggði hann Puma glæsilegan sigur. Á 79 mínútu fékk Annel svo að líta gula spjaldið.

Sigur var staðreynd og vonandi er þetta það sem koma skal í sumar. Það sýndi sig og sannaði hvuzzu mikilvægt var að hafa stóran hóp í þessum leik og megi það vera sem oftast.

Maður leiksins: Vésteinn Gauti Hauksson

Mörk: Vésteinn 4

Stoðsendingar: Viggi 1 og Ívar G 2.

Spjöld: Benni, Gústi, Annel

 

 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband