Puma komið á vefinn

Heimasíða Knattspyrnufélagsins Puma verður formlega opnuð með popni og prakt á þjóðhátíðardaginn 17. júní í Laugardalnum í Reykjavík. Viðstaddir verða Geir Haarde, Geir Þorsteinsson, Geir Magnússon, Geir-i Sæm auk fulltrúa stjórnar Puma sem og ritstjórnarfulltrúa.

Á síðunni koma til með að vera upplýsingar og yndisauki bæði fyrir leikmenn, aðstandendur og stuðningsmenn liðsins.  Heimasíðunni er einnig ætlað að verða stuðningskerfi fyrir komandi leiktíðir hvað varðar samskipti leikmanna, tölfræði og "meldingar" í leiki, æfingar og uppákomur.

Það er hugmynd stjórnar að þetta verði liður í því að upphefja félagið í hæstu hæðir á nýjan leik.  Saga félagsins hefur verið afar sigursæl, og er ætlunin að setja markið hátt og vera í baráttunni um titlana í ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband