Kæru félagar

vigdísRitstjórn Knattspyrnufélagsins Puma vill nota tækifærið og óska öllum lesendum, leikmönnum, stuðningsmönnum, sem og Íslendingum nær og fjær hjartanlega til hamingju með þjóðhátíðardaginn 17. júní. Hvetjum leikmenn sérstaklega til að sleppa sér algjörlega í candy-flossinu og kampavíninu í dag, því ljóst þykir að æfingin sem átti að vera í kveld, fellur niður. Framkvæmdastjórn hefur látið að kröfum um mætingu, vegna þjóðhátíðar annars vegar og stórleiks Frakka og Ítala á Evrópumótinu í knattspyrnu í kvöld hinsvegar.
En snúum okkur að afmælisbarninu, vorri þjóð og fósturjörð;

Lýðveldið Ísland er eyríki á Norður-Atlantshafi á milli Grænlands, Færeyja og Noregs. Ísland er um 103.000 km² að stærð; það er önnur stærsta eyja í Evrópu og sú átjánda stærsta í heimi. Á Íslandi búa um það bil 313.000 manns. Höfuðborg landsins er Reykjavík.

Landnámabók segir frá hvernig landnám Íslands hófst kringum árið 874 þegar Ingólfur Arnarson nam hér land, þó aðrir höfðu áður dvalið tímabundið á landinu. Á næstu áratugum og öldum flutti fjöldi fólks til Íslands á tímabili sem nefnt er landnámsöld. Ísland komst með Gamla sáttmála undir vald Noregs árið 1262 og var undir stjórn Norðmanna og Dana til ársins 1918, þegar það hlaut fullveldi. Danska ríkið fór þó með utanríkismál og landhelgisgæslu fyrir hönd Íslands og löndin höfðu sameiginlegan konung þar til lýðveldi var stofnað á Íslandi 1944. Landið hefur gengið undir ýmsum nöfnum, einkum meðal ljóðskálda.Á síðari hluta 20. aldar jókst þjóðarframleiðsla Íslendinga til muna og innviðir og velferðarkerfi landsins efldust. Nú er Ísland þróaðasta land heims, samkvæmt vísitölu SÞ um þróun lífsgæða. Ísland er meðlimur í SÞ, NATO, EFTA og EES.

Til hamingju Ísland.

- Ritstjórn


Árni fótbrotinn !

Puma varð fyrir miklum skakkaföllum í leik liðsins gegn Geirfuglum í gær.  Það var ekki nóg með að Ívar Guðmundsson hafði farið út af meiddur eftir 20 mínútna leik, og Púmurnar þar með orðnar 12, heldur átti ástandið eftir að versna í byrjun seinni hálfleiks.  Árni Þór Eyþórsson miðjumaðurinn skæði og fyrrverandi leikmaður KR og HK, braust  þá fram að miklu harðfylgi og náði skoti á mark andstæðinganna.  Ekki vildi betur til en leikmaður Geirfugla keyrir inn í hann eftir skotið með þeim afleiðingum að ökklinn gaf sig.   

16062008(002)Jú það er rétt,  hann er brotinn (ökklinn) og liðbandið slitið. Ég þarf að vera 6 vikur í gifsi, þetta er hræðilegt.  Maður er þá bara kominn í sumarfríið hvort sem manni líkar betur eða verr.  Þetta var náttúrulega alveg fáránlegt hjá  kauða (Geirfuglinn) að fara svona í mig í skotinu, þar sem maður er í slæmu jafnvægi á annarri löppinni. En svona er þetta bara, maður verður að bíta í hið fornfræga súra epli.  Þar sem maður er nú ekki fullur atvinnumaður í boltanum, þá kemur þetta niður á dagvinnunni.  Maður má ekki missa mikið úr vinnu þegar maður er með konu og 3 börn á kantinum.  Alls ekki á það bætandi miðað við efnahagsástandið núna, þessi helv#$%  sjálfstæðisflokkur er búinn að klúðra þessu gjörsamlega ..“     Sagði Árni Þór í símaviðtali við ritstjórnarfulltrúa nú rétt í þessu.

Að sjálfsögðu óskum við þess innilega að Árni nái sér fljótt og að fullu.  Ljóst er að mikið skarð er hoggið í raðir Puma með þessu áfalli.  Árni hefur verið fastur byrjunarliðsmaður í fjölda ára og verður mikill missir fyrir félagið í komandi átökum. 

-          Ritstjórn  


Sorgarsunnudagur

Það var hugur í Pumum þegar þær mættu sprækar til leiks í gærkvöldi í Elliðárdalnum. Leikur dagsins var Puma gegn Geirfuglum og voru bæði lið staðráðin í því að ná hagstæðum úrslitum.

LiðsmyndLeikurinn fór líflega af stað og strax á 5 mínútu áttu Geirfuglar gott færi þar sem einn af sóknarmönnum liðsins mætti Böðvari Jónssyni markverði Puma einn á einn en Böðvar náði að verja vel. Það voru hins vegar leikmenn Puma sem opnuðu markareikning leiksins með því að skora fyrsta markið. Þar var á ferðinni Þorvarður Björgúlfsson sem fylgdi vel á eftir skoti sem Guðlaugur Rafnsson hafði átt í stöngina eftir glæsilegan einleik, 1-0. Bæði lið sóttu stíft í framhaldi af þessu marki en það voru Geirfuglar sem áttu næsta mark. Þrumuskot á nærstöng þar sem markvörður kom ekki vörnum við, 1-1. Við þetta kom fítonskraftur í lið Puma, sem þó missti helsta sóknarmann, Ívar Guðmundsson, sinn af velli þegar hann missteig sig illa. Liðið átti réttilega að fá dæmda vítaspyrnu þegar Guðlaugur var hreinsaður niður í vítateig Geirfugla en á óútskýranlegan hátt dæmdi einkennilegur dómari leiksins ekki neitt, sem kom leikmönnum Puma, Geirfulga og áhorfendum mjög á óvart. Guðlaugur kom Puma yfir þegar stutt var eftir af fyrrihálfleik eftir mikla baráttu í markteig Geirfulga, 2-1.

BöddiSeinnihálfleikur fór ekki vel af stað fyrir leikmenn Puma. Geirfuglar sóttu grimmt og áttu nokkur mjög góð færi. Í framhaldi fór vængmaður/framherji Puma slasaður af velli, en komið er í ljós að drengurinn er fótbrotinn. Nú voru leikmenn Puma aðeins 11, þar sem tveir leikmenn voru farnir slasaðir af velli. Við þetta róaðist mikið á leik Puma og Geirfuglar sóttu í sig veðrið. Þegar um 15 mínútur voru liðnar af hálfleiknum fengu Geirfuglar dæmda vítaspyrnu. Steig leikmaður #10 hjá Geirfuglum á punktinn og tók skotið. Böðvar markmaður Puma gerði sér lítið fyrir og varði glæsilega, það vel að hann greip knöttinn í hægra horninu, staðan en 2-1. Geirfuglar héldu hins vegar áfram sinni pressu á vænglausu liði Puma. Geirfuglar jöfnuðu þegar um 20 mínútur voru liðnar af hálfleiknum, staðan 2-2. Pumur héldu sínu áfram, þreyttir og skipulagslausir. Geirfuglar nýttu sér bágt ástand liðsins og þegar um 10 mínútur voru eftir af leiknum náðu þeir að komast yfir, eftir mikla pressu, 3-2. Urðu þetta lokatölur leiksins.

Það sem einkenndi þennan leik var gríðarlega einkennileg dómgæsla, þar sem meðal annars leikmaður #9 hjá Geirfuglum hefði með réttu átt að fara út af með tvö gul spjöld, en dómari leiksins hafði ekki skráð niður hjá sér samviskusamlega hverjir voru komnir með spjöld og því hékk sá maður inná.

Maður leiksins að mati ritstjórnar, Böðvar Jónsson markvörður Puma sem oft varði glæsilega, meðal annars vítaspyrnu eins og áður hefur komið fram.

Byrjunarlið:

           Ívar   Guðlaugur
Árni    Benni    Arnar    Varði
Maggi   Viggi    Alex     Hreiðar
                 Böðvar

Bekkur:
Viðar, Gunnar


Sunday Night Football

Á sunnudag tekur Puma á móti Geirfuglum (sjá mynd; fengin af heimasíðu Geirfugla) í þriðju umferð deildarinnar. Af því tilefni hefur ritstjórn ákveðið að endurbirta hluta úr grein sem birtist hér á síðunni síðastliðið sumar þegar Puma mætti Geirfuglum. Pumur sigruðu leikinn með fjórum mörkum gegn engu, þar sem Vésteinn Gauti Hauksson skoraði öll mörk leiksins.

Shit"Leikurinn fór vel af stað og leikur Puma einkenndist af góðu spili. Þó komu upp leiðindi á 14 mínútu leiksins þegar Benni þurfti að berja frá sér, og næla sér í gult spjald, þar sem Geirfuglar slógu frá sér í átt Puma eins og dýr í útrýmingarhættu. Puma uppskar hins vegar á 25 mínútu þegar Vésteinn skoraði fyrsta mark leiksins. Hann bætti svo öðru við á 33 mínútu úr víti eftir að brotið hafði verið á honum. Ágúst Ingi fékk áminningu þremur mínútum síðar fyrir að brjóta á leikmanni Geirfugla. Geirfuglar minnkuðu muninn á 40 mínútu og var staðan 2-1 í hálfleik.

Seinni hálfleikur fór ekki eins vel af stað og sá fyrri. Geirfuglar jöfnuðu metin og var staðan 2-2 þangað til á 72 mínútu þegar enginn annar en Vésteinn skoraði sitt þriðja mark í leiknum og kom Puma yfir á nýjan leik. Geirfuglar sóttu stíft, en Puma sýndi góðan karakter og bætti við marki á 77 mínútu leiksins. Hver annar en Vésteinn! Jú, fjögur mörk voru staðreynd og tryggði hann Puma glæsilegan sigur. Á 79 mínútu fékk Annel svo að líta gula spjaldið.

Sigur var staðreynd og vonandi er þetta það sem koma skal í sumar. Það sýndi sig og sannaði hvuzzu mikilvægt var að hafa stóran hóp í þessum leik og megi það vera sem oftast."

Ritstjórn vonar að Puma komi til með að endurtaka leikinn á sunndag. Ekki er þó gert ráð fyrir markaskoraranum Vésteinni í leikinn þar sem kauði hefur verið að leika tveimur skjöldum á þessu tímabili, eins og fram kom á vefnum í gær.

Leikurinn hefst klukkan 19:30 á Fylkisvelli í Árbænum. Ritstjórn hefur verið beðin um að koma því á framfæri til leikmanna að mæting er klukkan 18:40.

 - Ritstjórn


Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur

Þessi fleygu og fornu spakmæli eiga svo sannarlega við „fyrrverandi?“ framherja  Puma, Véstein Gauta Hauksson.  Eins og fylgismenn Púmunnar vita  þá ofmetnaðist Fernan gríðarlega eftir  sæmilegasta mót í fyrra þar sem umræddur hreppti Gullskóinn sem markahæsti maður tímabilsins.  Vésteinn  fékk þá flugu í hausinn sinn hárlausa, að nú skyldi færa sig á hærri „level“, nánar tiltekið í 3. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu  hvorki meira né minna. 

KFRFernan tilkynnti framkvæmdastjóra Puma á vordögum að hann hygðist gang til liðs við Knattspyrnufélag Rangárvallasýslu(KFR). Að sjálfsögðu varð framkvæmdastjórinn sleginn yfir þessum fregnum og í raun virkilega sár út í framherjann vegna þessa, sem átti jú ár eftir af samningi sínum við Puma. „Ég skil hann Véstein ekki, ég veit ekki hvað honum  gengur til drengnum. Ef hann heldur að spila með Hvolsvelli í 4. Deild sé stórt skref upp á við, þá skjátlast honum skelfilega.  Ég veit ekki betur en við höfum látið allt eftir honum hér í Púmunni og látið með hann eins og prinsessuna sem hann er. En svona eru þessir unglingar í dag, það er engin hollusta, engin tryggð, ekkert stolt og enginn kærleikur gagnvart samstarfsmönnum sínum, það er bara ég ég ég um mig frá mér til mín.“
Veddi

En Adam var ekki lengi í paradís. Ferill Fernunnar með KFRfór ekki vel af stað.  Kappinn meiddist illa á hné fyrr í vor og hefur lítið getað beitt sér með sínu nýja liði í botnbaráttu neðstu deildar.  KFR hefur leikið 3 leiki í 3. deild og tapað þeim öllum. Vésteinn hefur ekki verið í hóp liðsins hingað til. 

Nú er svo komið að Vésteinn virðist vera að sjá að sér. Hann hefur verið utan í framkvæmdastjóranum eins og grár köttur og grátbeðið um að vera gefið annað tækifæri. Það má því segja að Vésteinn geri sér nú loksins grein fyrir því dýrmæta sem hann átti,  eftir að hann missti það. „Ég lét persónulega metorðagirnd leiða mig í gönur, og ég stór sé eftir því núna. En maður lifir og lærir, það er ekkert öðruvísi.  Reikna nú samt með að stíga þetta skref fyrr eða síðar, þ.e.a.s. upp í 4. deildar boltann, en það verður greinilega ekkert hlaupið að því úr þessu.“   Sagði Fernan grátbólginn og kjökrandi eftir sparkvallarbolta við Þinghólsskóla í vesturbæ Kópavogs á mánudagskvöld.


 - Ritstjórn


Puma @ Whitesnake . Rvk

Ritstjórnarfulltrúar voru staddir í Laugardalshöll í gærkvöldi (löglega afsakaðir frá æfingu) þar sem hin goðsagnakennda glysrokksveit Whitesnake hélt tónleika. Þetta er í annað sinn sem David Coverdale og félagar villast hingað á skerið, en þeir spiluðu í Reiðhöllinni í Víðidal fyrir sléttum 18 árum síðan sællra minninga.  Hér má sjá fjarvistarsönnun ritstjórnar og um leið stemmarann í höllinni í gær.  (biðjumst velvirðingar á hljóðupptöku, nokia sími)

 

Liðsmenn Puma mega margir hverjir taka sér söngvarann til fyrirmyndar, hann gefst ekkert upp þó aldurinn færist yfir og er still-going-strong  þó kominn á  sextugsaldurinn.  Lifi hvítar Púmur og hvítir snákar !

- Ritstjórn


Nýir æfingatímar, 2x í viku

ÆfingasvæðiPuma hefur verið úthlutað nýjum æfingatímum. Eins og síðastliðið sumar samnýtir félagið tíma með heldrimannaliði HK. Að venju eru æfingar liðsins í hinum fagra Fagralundi í Fossvogsdag. Þær eru sem hér segir:

Þriðjudagar kl. 21:00
Fimmtudagar kl. 20:00


 - Nefndin


Varði kominn á kaf í klámið ?

Varði hauslaus Glöggir lesendur fréttanetmiðilsins Vísir.is hafa eflaust rekist á grein í vikunni  um Ljósmynda-sýninguna: Egglost. Fyrirsögnin var í það minnsta afar lokkandi; „Ekkert mál að bera brjóstin“. Og viti menn,  hver annar en Þorvarður Björgúlfsson vængmaður Púmunnar var þar mættur á fremsta bekk og sótti víst stíft í þær fljótandi veigar sem í boði voru.  Sögur herma að mikill dólgur hafi verið á Varða við upphaf sýningar og þurftu dyraverðir ítrekað að hafa afskipti af  kappanum.   

Þorvarður sagði í stuttu samtali við ritstjórnarfulltrúa þetta mál hinsvegar algjörlega  byggt á misskilningi: Ég var þarna að taka myndir fyrir konuna mína sem er viðriðinn sýninguna, en þeir héldu að ég væri einhver fullur perri að dánlóda klámi í rúnkbankann minn, sem er náttúrulega alveg af og frá. Ég á 10-12 börn síðast þegar ég gáði, er á kafi í kvikmyndatöku, á fullu í old-boys og utandeild, hvenær á ég að hafa tíma fyrir kynlíf eða klámgláp?“

Við að sjálfsögðu tökum þessar útskýringar gildar án nokkurs eftirmála, og bjóðum Varða velkominn aftur til leiks með Púmunni.  Kallinn hefur engu gleymt og sýndi það í sigurleik gegn Melsteð að hans smitandi keppnisskap og vilji er það sem Púman má sárlega vera án í sumar.

 - Ritstjórn


Lokan á faraldsfæti

Það tóku allir eftir því í síðasta leik Puma að Gunnar Sigurðsson, oft nefndur Gunnar Samloka, var ekki í bakverðinum. Gunnar sem hefur leikið gríðarvel á undirbúningstímabilinu og í fyrstu tveimur leikjum Puma skellti sér nefnilega til Baunaveldis. Hér fyrir neðan er færsla sem kauði skrifaði á bloggsíðu sína haglabyssa.blog.is rétt eftir að hann lenti í bakgarði Margrétar Þórhildar.

Gunnar Dk"Að velja næturflug getur verið hinn sniðugasti kostur. Síðuhaldari og frú Síðuhaldari völdu þá leið að ferðast fram í tímann til Danmerkur í næturflugi Icelandair.

Fáir ferðalangar fylltu HeppnisLeifa stöðina enda klukkan langt gengin yfir miðnætti. Í biðsal var myndvarpi þar sem flugfélagið sýndi snaggarlegar innanmunabreytinar á plaströrum sínum. Sýnt var hvernig vaskir menn og konur hrúuðu nýju dóti inn í tómar vélar og útkoman varð hin smekklegasta.

Meðal körfukastleikmaður virtist geta tekið hnébeygju í nýjum sætum, sem fóðruð eru úrvals Hríseyjarnautaskinni. Þar til gerðir snertiskjáir sjá fyrir illmandi afþreyingu þá þrjá tíma sem dúsað er í plaströrinu sem neglist áfram á tæpum 1000 km. Per (ekki Jörgensen) klukkustund.

Síðuhaldari hólkaðist upp við tilhuxunina og negldi í sig einum ilmandi grænum áður en farið var í gullrörið. 

HeppnisLeifur sveif hins vegar ekki á vatni síðuhaldara því að plaströrið að þessu sinni var einstaklega þröngt og viðbjóðslegt. 

Ekki bætti úr enska leiknum þegar flugstjórinn hóf raust sína og tjáði skýrt að nú loksins væri plaströrið komið í 11 km hæð og hægt væri að sjá Ingólfshöfða ef setið væri á stjórnborða vélarinnar.

Síðuhaldari og afkvæmið 3ja mánaða voru á þessari vegalengd komnir í draumalandið en öskrin í flugstjóra gerði afkvæminu leitt fyrir sem og sæðisgjafanum og urðu dúrar stuttir og tremmafylltir það sem af lifði fluginu, en yfir Fjáreyjum kom askvaðandi flugkona og smellti niður bakbakka. 

Það var kominn matur, eða smakk, því matarbakinn er orðinn á stærð við plastdós í smakkstand Hagkaupa. Þar sem Síðuhaldari var búinn að fá sér staðgóðan kvöldverð taldi hann ekki vera þörf á nætursnarli og var því sofandi.

Slef og lafandi kjálki kom ekki í veg fyrir að mat skyldi setja í andlit síðuhaldara."

Birt með góðfúslegu leyfi Síðuhaldara.

 - Ritstjórn


Staðan í A-riðli

Staðan 15 juniGaman er að fylgjast með stöðunni í deildinni. Úrslit gærkvöldsins voru hagstæð fyrir Puma. Þau voru eftirfarandi:

Strumpar 0 - 4 Kumho
Hjörleifur 0 - 0 Nings
Geirfuglar 4 - 2 Elliði

Þá lítur staðan í A-riðli svona út.

 - Nefndin


Geirfuglar - 15.júní

Á sunnudaginn kemur, 15. júní, mætir Puma Geirfuglunum á Fylkisvelli. G-fuglarnir hafa spilað tvo leiki á tímabilinu. Liðið tapaði fyrsta leik í deild fyrir Kumho Rovers, 4-2. Það voru þeir Arnar Már Jónsson og Árni Stefán Björnsson sem skoruðu mörk Geirfugla í leiknum. Liðið mætti svo FC Ice í fyrstu umferð bikarkeppninnar á dögunum. Þar sigraði FC Ice með fimm mörkum gegn þremur.  

Geirfuglar eiga leik í dag, sunnudag, við Elliða. Verður áhugavert að sjá hvernig sá leikur fer. Update: Geirfuglar vinna Elliða 4-2.

En eins og áður sagði, þá spilar Puma við Geirfugla sunnudaginn 15. júní á Fylkisvelli í Árbænum. Kick off 19:30, mæting 18:30.

 - Nefndin


Puma efstir

Gaman er að segja frá því að miðað við núverandi stöðu er Puma efst í A rðili deildarinnar. Sjá mynd.

Puma

 - Ritstjórn


Vel spilandi Pumur

BekkurÍ roki en þó ágætis veðri í Safamýri komu Pumur saman í kvöld og mættu Melsteð í annarri umferð deildarinnar. Pumur sem voru taplausar fyrir leikinn voru staðráðnir í því að ná í öll stigin sem í boði voru. Melsteð sem lágu illa fyrir Elliða í fyrstu umferð ætluðu einnig að ná í sín fyrstu stig, en liðið sigraði þó Moppu 2-1 í bikarnum á dögunum.

Puma voru strax mjög skipulagðir í sínum leik og spiluðu nánast óaðfinnanlega fyrstu 35 mínúturnar. Boltinn fékk að rúlla vel milli leikmanna og voru sendingar hnitmiðaðar. Strax í upphafi var ljóst að Puma ætlaði ekki að gefa neitt eftir. Mikil pressa var að marki Melsteð og voru ótal marktækifæri. Það var Ívar Guðmundsson, leikmaður Puma #10, sem skoraði fyrsta markið, með miklu harðfylgni eftir sendingu frá Má Þorarinssyni, 0-1. Már átti eftir að koma aftur við í þessum leik en hann átti fjöldann allan af sendingum fyrir mark Melsteð. Ein af þessum sendingum kom í horni, þegar drengurinn smell hitti höfuð Alexanders Arnarsonar, sem stangaði boltann glæsilega í netmöskva Melsteð, 0-2.

Staðan í hálfleik 0-2, og má með sanni segja að lykillinn af þessari stöðu hafi verið gríðarlega góður varnarleikur Puma. Þar fór Elvar Guðmundsson fyrir mönnum í hjarta varnarinnar, en Böðvar Jónsson markvörður Puma lét sóknarmenn Melsteð ekki leika á sig og átti margar góðar vörslur.

Melsteð sótti í sig veðrið í seinnihálfleik og átti nokkur marktækifæri. Það var Arnar Hversnúson sem náði að minnka muninn eftir að Puma hafði sofnað á verðinum, 2-1. Við þetta sótti kraftur að leikmönnum Puma, en liðið hafði misst niður leik sinn á fyrstu mínútum hálfleiksins. Benedikt Nikulás Anes Ketilssonsá hins vegar til þess að Puma sótti öll þrjú stigin í þessum leik þegar hann átti glæsilegt skot úr vítateig Melsteð sláin inn, 3-1.

ElvarÞað voru hins vegar leikmenn Melsteð sem áttu lokaorðið í mjög svo skemmtilegum leik. En og aftur var það Arnar Hversnúson sem skorði eftir að hafa komist aftur einn inn fyrir vörn Puma, 3-2.

Vésteinn Gauti Hauksson lék sinn fyrsta leik á tímabilinu, en leikmaðurinn hefur verið meiddur það sem af er og var nú fyrst að taka fram takkaskóna. Strákurinn hinsvegar ferskur og átti góðar mínútur í seinni hálfleik.

Það var mál manna að leikmaður #16 hjá Puma hafi verið maður leiksins. Elvar í sýnum öðrum leik fyrir félagið var einn af máttarstólpum liðsins og steig vart feilspor í kvöld.

Byrjunarlið Puma:

                Ívar G
                       Árni
Viðar   Arnar     Benni     Már
Maggi   Elvar    Alex  Hreiðar
                 Böddi

Bekkur: Varði, Heiðar, Vésteinn

 - Ritstjórn


Leikur á miðvikudag

Leikið verður í annarri umferð Utandeildarinnar á miðvikudag. Þá tekur Puma á má móti Melsteð á Framvelli í Safamýri. Leikurinn hefst klukkan 19:00.

Melsteð hefur leikið tvo leiki líkt og Puma á leiktíðinni að undanskildu undirbúningstímabilinu. Liðið mætti Elliða í fyrstu umferð deildarinnar og tapaði með fjórum mörkum gegn einu á móti á Fjölnisvelli. Þá Sigraði Melsteð Moppu með tveimur mörkum gegn einu í fyrstu umferð Bikarkeppninnar, en Puma gerði einmitt 3-3 jafntefli við Moppu á dögunum.

 - Ritstjórn


Sigur í bikar

Puma lék í Bikarkeppni Utandeildarinnar í gærkvöldi. Þrettán leikmenn voru mættir gegn nýju liði KWS. Leikurinn fór vel af stað en mörkin stóðu á sér til að byrja með. Staðan í hálfleik var þó 3-0.

ElvarHeiðarÍ seinni hálfleik áttu KWS menn nokkur færi og komu boltanum einu sinni í net Puma manna. Puma skoraði þó tvö til viðbótar og endaði leikurinn 5-1.

Markaskorarar Puma voru Már (2), Elvar, Heiðar og Alexander. Eru þá Ívar og Már markahæstir Puma eftir fyrstu tvo leikina með sitthvor tvö mörkin. Gaman er að segja frá því að Elvar Guðmundsson skoraði í sínum fyrsta leik, en hann lék sem bakvörður allan leikinn og Heiðar Ingi Gunnarsson skoraði einnig sitt fyrsta mark fyrir félagið í sínum öðrum leik.

Maður leiksins, Már Þorsteinsson. Ástæðan er einföld. Drengurinn skoraði tvö falleg mörk og gerði einnig hluti sem hafa ekki sést frá kappanum áður, hann gaf boltann á samherja sína oftar en áður hefur sést.

Byrjunarliðið var skipað eftirfarandi leikmönnum:

          Ívar       Viðar
Árni    Benni    Arnar    Már
Maggi    Alex    Viggi    Elvar
                 Böddi

Bekkur:
Heiðar, Þórhallur.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband